Barcelona er komið í úrslit Konungsbikarsins á Spáni eftir sigur á Jóni Arnóri og félögum í Unicaja Malaga. Lokatölur voru 87-79 Barcelona í vil.
Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig í leiknum fyrir Unicaja og tók eitt frákast.
Barcelona mun því leika til úrslita á morgun gegn annað hvort Joventut eða Real Madrid sem mætast núna á eftir.



