spot_img
HomeFréttirLykil-systur helgarinnar

Lykil-systur helgarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætti að leggja leið sína til Grindavíkur á næstunni og afhenda systrunum Petrúnellu og Hrund lyklana að Laugardalshöll. Þvílík fyrirmyndar frammistaða hjá þeim en í gær varð Petrúnella Poweradebikarmeistari með Grindavík eftir sigur á Keflavík og í morgun varð Hrund bikarmeistari með Grindavík í 9. flokki eftir sigur á Keflavík.
 
 
Petrúnella gerði 17 stig, tók 10 fráköst og stal 5 boltum í 68-61 sigri Grindavíkur í Poweradebikarúrslitunum í gær og í morgun gerði yngri systir hennar, Hrund, 32 stig, tók 4 fráköst og stal 5 boltum í framlengdum 50-57 sigri á Keflavík í 9. flokki.
 

 

 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -