LF Basket mátti fella sig við nauman 75-69 ósigur á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Haukur Helgi Pálsson lék ekki með LF en hann hefur verið að glíma við smá eymsli í baki en vonast til að geta verið með næsta laugardag. Haukur var fjarverandi á dögunum sökum meiðsla í fæti og svo nú vegna bakeymsla.
Jaraun Burrows var stigahæstur hjá LF í leiknum í gær með 20 stig en Dominique Morrison gerði 21 stig í liði Norrköping.
Næsti leikur LF er komandi laugardag þegar liðið mætir Umea BSKT.
Staðan í sænsku deildinni
Grundserien
| Nr | Lag | V/F | Poäng |
|---|---|---|---|
| 1. | Norrköping Dolphins | 22/7 | 44 |
| 2. | Södertälje Kings | 21/7 | 42 |
| 3. | Borås Basket | 20/8 | 40 |
| 4. | Sundsvall Dragons | 20/9 | 40 |
| 5. | LF Basket | 19/11 | 38 |
| 6. | Uppsala Basket | 18/11 | 36 |
| 7. | Solna Vikings | 11/17 | 22 |
| 8. | KFUM Nässjö | 10/18 | 20 |
| 9. | Umeå BSKT | 8/21 | 16 |
| 10. | ecoÖrebro | 5/23 | 10 |
| 11. | Jämtland Basket | 3/25 | 6 |



