Það gerist margoft að leikir ráðast á vítalínunni. Mikilvægustu skot leiksins vilja sumir meina og það er óhætt að segja að þau hafi verið rándýr þau víti sem að Jóhann á Hrauni setti niður hér fyrir ca 40 árum í úrslitum um Austurlandsmeistaratitilinn. Ekki bara urðu þetta örlagastig leiksins heldur einnig þau einu. Jóhann stigahæstur með 2 stig og hefði verið valinn Lykilmaður leiksins hefði sú nafnbót eflaust fallið í hans hendur.
Víðir Sigurðsson umsjónamaður íþróttadeildar hjá Morgunblaðinu segir frá ansi skemmtilegri sögu af honum sjálfum í “Bakverði” Morgunblaðsins þar sem einmitt þessi saga sem reifað er í hér að ofan er sögð frá byrjun til enda.



