Real Madrid er sigurvegari í Konungsbikarnum á Spáni en liðið lagði Barcelona um síðustu helgi í úrslitaleik mótsins 77-71. Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga féllu út í undanúrslitum gegn Barcelona.
Rudy Fernández var stigahæstur í liði Real Madrid í leiknum með 16 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar en hjá Barcelona var Ante Tomic með 25 stig og 5 fráköst.
Þetta er annað árið í röð sem Real Madrid vinnur Konungsbikarinn á Spáni en félagsmet þeirra er að vinna Konungsbikarinn sex sinnum í röð en það var árin 1969-1975.
Rudy Fernández var valinn besti maður leiksins.
Topp 7 tilþrifin úr Konungsbikarnum
Mynd/ ACB – Sigurvegarar Real Madrid í Konungsbikarnum tímabilið 2014-2015.



