spot_img
HomeFréttirDerrick Rose í enn einn uppskurðinn

Derrick Rose í enn einn uppskurðinn

Derrick Rose er enn og aftur í vandræðum með hnéin á sér. Þetta skiptið er það innri liðþófinn á hægra hnénu sem er rifinn líkt og síðast þegar hann var frá leik á síðustu leiktíð. Þar áður hafði hann verið frá í rúmt ár með slitið krossband í vinstra hnénu.
 
Rose fer í aðgerð á næstunni en ekkert hefur verið gefið upp um hvers eðlis sú aðgerð verði. Hvort skemmdin á liðþófanum verði skafin burt sem þýðir styttri batatíma eða hvort brjóskið verði saumað saman líkt og var gert síðast, en það kallar á mun lengri tíma til að ná bata.  Þar af leiðandi hefur enginn tími á endurkomu verið gefinn upp.
 
 
Rose hefur verið að spila mjög vel í vetur með 18,4 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og mun því muna um minna að missa þennan mikilvæga leikmann nú rétt fyrir úrslitakeppni. Mikið mun því mæða á Jimmy Butler það sem eftir lifir tímabilsins, en hann hefur verið að spila afburðarvel fyrir Chicago liðið. 
 
Fréttir
- Auglýsing -