spot_img
HomeFréttirSigmundur: Ekki gerst ef Ísland hefði ekki komist áfram

Sigmundur: Ekki gerst ef Ísland hefði ekki komist áfram

Sigmundur Már Herbertsson er ekki bara einn af okkar allra bestu körfuknattleiksdómurum, heldur er hann einn virtasti alþjóðadómarinn okkar. Hann var á dögunum tilnefndur af FIBA Europe til dómgæslustarfa á lokamóti Eurobasket 2015 sem haldið verður í haust. Karfan.is tók Sigmund tali og spurði út í ferlið við þetta val og hvort hann eigi sér einhvern óskariðil til að dæma í. 
 
“Stay focused and stay humbled” sagði Sigmundur að reyndur maður í bransanum hafi ráðlagt honum fyrir mótið en þrátt fyrir allan þann heiður sem þessu fylgir er álagið alltaf skammt undan. Sigmundur vildi koma fram þökkum til fjölskyldu sinnar og þeirra hjá KKÍ sem stutt hafa við bakið á honum og gert þetta mögulegt.
 
Fréttir
- Auglýsing -