Það var Martin Hermannsson sem kom LIU Brooklyn í framlengingu gegn sterku liði St Francis í nótt þegar hann nelgdi niður þremur vítum á loka sekúndum leiksins. Það var svo Gerral Martin sem fékk tækifæri á að klára leikinn fyrir LIU eftir að St Francis fóru illa að ráði sínu í innkastinu eftir víti Martins. Martin hinsvegar geigaði á þrist í lok leiksins og því þurfti að framlengja leikinn. Í framlengingunni byrjuðu LIU að skora en svo komu 7 stig í röð frá St Francis sem í raun innsigluðu 9. sigur þeirra í röð.
Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson skoruðu 7 stig hvor í leiknum en báðir áttu þeir slakan skot dag. Gunnar Ólafsson spilaði 11 mínútur fyrir St Francis en náði ekki að setja stig að þessu sinni.
Næsti leikir liðanna.
LIU vs Sacred Heart 28. febrúar
St Francis vs Bryant 28. febrúar



