spot_img
HomeFréttirSóley Íþróttamaður Hamars 2014

Sóley Íþróttamaður Hamars 2014

Sunnudaginn 22. febrúar var líst kjöri á íþróttamanni ársins hjá Hamri í Hveragerði. Hjá Hamri eru starfandi sjö deildir og fer kjörið þannig fram að aðalstjórn ásamt formönnum allra deilda kýs íþróttamann Hamars ár hvert. Að sjálfsögðu eru allir íþróttamenn deildanna frábærir fulltrúar sinna íþróttagreina og því erfitt val ár hvert, að þessu sinni var það körfuknattleiksmaður Hamars, Sóley G. Guðgeirsdóttir, sem varð fyrir valinum. 
 
Sóley hóf að keppa með Hamri keppnistímabilið 2000-2001 og hefur verið virk í starfi kkd Hamars bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka. Sóley hefur haldið áfram keppni með Hamri í efstu deild ásamt því að vera í fullu starfi og eiga tvö börn, Sóley er góð fyrirmynd yngri iðkenda og góður félagi innan valar sem utan.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -