spot_img
HomeFréttirTryggir Höttur sér úrvalsdeildarsætið í kvöld?

Tryggir Höttur sér úrvalsdeildarsætið í kvöld?

Í kvöld lýkur nítjándu umferð í Domino´s deild karla. Dýr stig eru á boðstólunum þegar Þór Þorlákshöfn tekur á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar og Keflavík sem í augnablikinu er utan úrslitakeppninnar fær Fjölni í heimsókn en gulir eru eins og kunnugt er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þá getur Höttur tryggt sér úrvalsdeildarsæti í kvöld þegar liðið mætir Hamri í Frystikistunni.
 
 
Hetti dugir sigur jafnvel þó þeiri eigi eftir leik við FSu sem er í 2. sæti deildarinnar. Eins og staðan er núna hefur Höttur 30 stig á toppnum og nær með sigri 8 stiga forystu á FSu og þá verða bara 6 stig eftir í pottinum fyrir Selfyssinga.
 
Domino´s deild karla, 19:15:
 
Þór Þorlákshöfn – Stjarnan
Keflavík – Fjölnir
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 17/2 34
2. Tindastóll 14/5 28
3. Haukar 11/8 22
4. Stjarnan 11/7 22
5. Njarðvík 11/8 22
6. Grindavík 10/9 20
7. Þór Þ. 9/9 18
8. Snæfell 8/11 16
9. Keflavík 8/10 16
10. ÍR 5/14 10
11. Fjölnir 4/14 8
12. Skallagrímur 4/15 8
 
1. deild karla
 
19:15 Hamar – Höttur
19:30 Valur – ÍA
  
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 15/3 30
2. FSu 12/6 24
3. Hamar 11/6 22
4. ÍA 10/6 20
5. Valur 9/7 18
6. Breiðablik 6/12 12
7. KFÍ 4/13 8
8. Þór Ak. 1/15 2
Fréttir
- Auglýsing -