Nítjándu umferð lauk í Domino´s deild karla í kvöld þar sem Þór Þorlákshöfn kjöldró nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar 111-79! Þá hafði Keflavík öruggan 99-81 sigur á Fjölni. Í 1. deild karla verður bið á því að Höttur tryggi sér sæti í úrvalsdeild þar sem Hamar lagði gesti sína 119-107 í Frystikistunni og Valur var rétt í þessu að klára ÍA 90-50!
119 stig hjá Hamri í kvöld eru met í 1. deild í stigaskori þetta tímabilið í venjulegum leiktíma en með sigrinum komust Hamarsmenn upp í 2. sæti við hlið FSu og eiga bæði lið nú enn fræðilegan möguleika á því að vinna deildina. Eftir stendur að Höttur og FSu eiga eftir að mætast svo strax í næstu umferð gæti þetta orðið ljóst takist Hetti að klára FSu heima. Í öllu falli þarf Höttur að tapa rest leikja sinna til þess að Hamar eða FSu vinni deildina.
Þá burstaði Valur ÍA og kældi þar með niður heitasta lið 1. deildar en fyrir leikinn í kvöld höfðu Skagamenn unnið fjóra deildarleiki í röð. Í ofanálag varð Valur heitasta lið deildarinnar en Valsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð.
Í Domino´s deildinni hoppaði Þór upp í 6. sæti með sigrinum á Stjörnunni og hafa Þorlákshafnarbúar nú 20 stig en Stjarnan er í 4. sæti með 22 stig. Keflavík kom sér upp úr 9. sæti og inn í það áttunda með 18 stig og skellti Snæfell niður í níunda sæti með sigri sínum á Fjölni í kvöld.
Úrslit kvöldsins í Domino´s deild karla
Keflavík 99-81 Fjölnir
Þór Þorlákshöfn 111-79 Stjarnan
Þór Þ.-Stjarnan 111-79 (27-13, 32-24, 35-24, 17-18)
Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 25, Emil Karel Einarsson 21, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Darrin Govens 12, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0/9 stoðsendingar.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Justin Shouse 15, Jeremy Martez Atkinson 14/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 10, Daði Lár Jónsson 5, Elías Orri Gíslason 4, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 2, Sigurður Dagur Sturluson 0/4 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson
Keflavík-Fjölnir 99-81 (25-15, 26-25, 29-21, 19-20)
Keflavík: Davon Usher 33/5 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 19/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Valur Orri Valsson 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Tryggvi Ólafsson 0.
Fjölnir: Jonathan Mitchell 24/13 fráköst/3 varin skot, Danero Thomas 16/5 fráköst, Sindri Már Kárason 15/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 4, Valur Sigurðsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 0, Róbert Sigurðsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | KR | 19 | 17 | 2 | 34 | 1854/1556 | 97.6/81.9 | 10/0 | 7/2 | 101.1/82.3 | 93.7/81.4 | 4/1 | 8/2 | +1 | +10 | -1 | 2/2 |
| 2. | Tindastóll | 19 | 14 | 5 | 28 | 1810/1643 | 95.3/86.5 | 9/1 | 5/4 | 96.5/80.4 | 93.9/93.2 | 3/2 | 6/4 | -1 | -1 | +1 | 3/1 |
| 3. | Haukar | 19 | 11 | 8 | 22 | 1693/1616 | 89.1/85.1 | 7/2 | 4/6 | 90.2/81.7 | 88.1/88.1 | 4/1 | 5/5 | +4 | +2 | +2 | 4/2 |
| 4. | Stjarnan | 19 | 11 | 8 | 22 | 1675/1658 | 88.2/87.3 | 8/1 | 3/7 | 92.2/82.1 | 84.5/91.9 | 3/2 | 6/4 | -1 | +8 | -1 | 1/1 |
| 5. | Njarðvík | 19 | 11 | 8 | 22 | 1648/1579 | 86.7/83.1 | 6/4 | 5/4 | 86.2/83.3 | 87.3/82.9 | 3/2 | 6/4 | -1 | -2 | +3 | 0/1 |
| 6. | Þór Þ. | 19 | 10 |
Fréttir |



