Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar lið þeirra LIU tapaði fyrir Sacred Heart háskólanum 73:84 á útivelli. Á meðan töpuðu St Francis Brooklyn sínum fyrsta leik í langan tíma þegar þeir mættu liði Bryant. 61:51 varð loka niðurstaða þess leiks og þar með lauk 9 leikja sigurgöngu St Francis. Gunnar Ólafsson lék 21 mínútu í leiknum og tók 2 fráköst. Martin skoraði 16 stig og Elvar Már var með 14 stig fyrir LIU í gær.
Þar með er deildarleikjum vetrarins lokið og voru það St Franics sem stóðu uppi sem sigurvegarar í NEC riðlinum. LIU ljúka keppni í 7-8 sæti með Wagner háskólanum. LIU endar árið 8. sæti og mæta þar með St Francis Brooklyn í fyrstu umferð NEC úrslitakeppninar sem hefst miðvikudaginn kemur 4 mars. Þar er um útsláttarkeppni að ræða.
Mynd/LIUAthletics: Martin í leik með LIU



