spot_img
HomeFréttirOklahoma gæti náð toppsætinu fyrir riðlaúrslitin

Oklahoma gæti náð toppsætinu fyrir riðlaúrslitin

Oklahoma Sooners sigruðu TCU um daginn, 67-60 og skoraði Frank Aron Booker 3 stig í leiknum. Sooners gera sig nú klára fyrir úrslitin í riðlinum en þeir eru sem stendur í 2. sæti riðilsins.
 
Það eru tveir leikir eftir af undankeppninni hjá Sooners. Annar þeirra er útileikur gegn Iowa State sem er í 5. sæti riðilsins en hinn er heimaleikur gegn toppliði Kansas University. Kansas á svo heimaleik gegn West Virginia sem er í 4. sæti og svo útileikinn gegn Oklahoma. 
 
Kansas hafa einn sigurleik umfram Oklahoma og því er ljóst að baráttan um toppsætið í riðlinum fyrir riðlaúrslitin verður hörð.
 
“Við vinnum riðilinn ef við vinnum báða leiki,” sagði Frank í stuttu spjalli við Karfan.is í dag. Riðlaúrslitin fara fram í Kansas City.
 
Leikirnir hjá Oklahoma verða 2. og 7. mars nk.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -