Martin Hermannsson leikmaður LIU Brooklyn í bandarísku háskóladeildinni hefur verið valinn í Nýliðaúrval NEC-riðilsins. Martin var ekki einn á ferðinni í nýliðaúrvalinu því liðsfélagi hans Nura Zanna var einnig í nýliðaúrvali riðilsins.
Martin var með 10,2 stig, 3,3 stoðsendingar og 3,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann varð sjöundi í NEC-riðlinum yfir flesta þrista í leik eða samtals 53 stykki og mest gerði hann 27 stig í leik gegn Bryant skólanum.
Martin, Elvar Friðriksson og félagar í LIU luku keppni í áttunda sæti NEC riðilsins og mæta St. Francis í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í riðlinum þar sem góðvinur þeirra Gunnar Ólafsson er til húsa. Baráttan um Brooklyn heldur áfram…



