spot_img
HomeFréttirB-riðill í 8. flokki drengja

B-riðill í 8. flokki drengja

Um helgina fór fram þriðja umferð í b-riðli í 8. flokki drengja í Vodofone-höllinni. Á mótinu voru UMFG, Valur, UMFS, Ármann (kom úr c-riðli) og UMFN (sem komu úr a-riðli). Í þessum liðum eru nokkrir efnilegir leikmenn. Auk þess voru margir strákar sem gætu bætt leik sinn mikið með því að æfa grunnatriði eins og fótavinnu í vörn og sókn og sniðskot betur. Mótið var nokkuð skemmtilegt og spennandi. Öll lið notuðu svokallað aukastig í leikjum sínum. UMFN lék vel á mótinu og sigruðu í öllum sínum leikjum. Allir leikir þeirra grænu voru þó jafnir. UMFN þurfti framlengingu til að sigra Skallagrím með tveimur stigum og þeir unnu Ármann með sjö stigum.
 
 
 
Í úrslitaleik mótsins lögðu þeir Val með fimm stiga mun. Valur lék mjög vel í fyrstu tveimur lotunum og leiddu í hálfleik 23-11. Í þriðja leikhlutanum fór hinn kraftmikli Arnór Daði Jónsson á kostum og skoraði 21 stig fyrir UMFN og kom liði sínu yfir 34-30 í lok lotunnar. Fjórða lotan var jöfn og UMFN náði að sigra 48-43. Ármann, Skallagrimur og Grindavík enduðu neðst í mótinu með einn sigur. Það varð hlutskipti UMFG að falla niður í c-riðil þar sem þeir voru með lakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða. Framkvæmd mótsins gekk ágætlega. Margir aðstandendur fylgdust með leikjunum. Valsmenn fá hrós fyrir að að vera nokkuð duglegir að setja inn úrslit leikja á vef KKÍ stuttu eftir að þeim lauk.
 
 
Úrslit leikja mótsins:
 
Valur –Ármann 41:19
Njarðvík-Grindavík 49:39
Skallagrímur-Ármann 38:48
Valur-Grindavík 43:40
Njarðvík-Skallagrímur 61:59 (eftir framlengingu)
Grindavík-Ármann 33:31
Valur-Skallagrímur 55:31
Njarðvík-Ármann 32:25
Skallagrímur-Grindavík 48:38
Njarðvík-Valur 48:43
 
 
Myndin er af hressum Njarðvíkingum eftir sigur í fyrsta leik sínum.
  
Fréttir
- Auglýsing -