spot_img
HomeFréttirEndurtekning bikarleiksins

Endurtekning bikarleiksins

 Í kvöld munu KR og Stjarnan mætast í Dominosdeild karla en líkt og flestir vita þá mættust liðin í Höllinni þar sem Stjörnumenn tóku sigur og þar með Bikarmeistaratitilinn á lokasprettinum.  KR-ingar fá þar með sinn fyrsta möguleika á að hefna ófaranna.  Í Grindavík er svo hörkuleikur þar sem Keflavík heimsækir þá gulklæddu í Röstina.  Skallagrímsmenn taka á móti Njarðvíkingum, Haukar og ÍR mætast að Ásvöllum í Hafnarfirði og svo taka Snæfell á móti Tindastól í Stykkishólmi. Sem fyrr hefjast allir leikir kl 19:15. 
 
Í 1.deild karla mætast lið Skagamanna og Hamars og hefst sá leikur einnig kl 19:15.
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 17/2 34
2. Tindastóll 14/5 28
3. Haukar 11/8 22
4. Stjarnan 11/8 22
5. Njarðvík 11/8 22
6. Þór Þ. 10/9 20
7. Grindavík 10/9 20
8. Keflavík 9/10 18
9. Snæfell 8/11 16
10. ÍR 5/14 10
11. Fjölnir 4/15 8
12. Skallagrímur 4/15 8
Fréttir
- Auglýsing -