Eins og lesendur www.karfan.is vita þá eru þrír íslenskir leikmenna að leika með tveimur háskólaliðum í Brooklyn. Þessi lið eru að leika í NEC riðlinum (Northeast Conference) með átta öðrum liðum. Það eru 351 lið í efstu deild NCAA og stefna þau öll að því að komast í 68 liða úrslitakeppnina. Til þess að LIU eða St. Francis komist inn þá þurfa þessi lið að vera í einu af átta efstu sætum NEC riðilsins og tryggja sér þar með keppnisrétt í í úrslitakeppni NEC. St. Francis náði fyrsta sætinu og hafa því heimavallarrétt í NEC úrslitunum, en LIU lenti í áttunda. Átta liða úrslitin byrja í kvöld 4. mars og þá mættast einmitt þessi lið. Undanúrslit verða 7. mars og úrslitaleikurinn 10. mars. Allir leikir fara fram á heimavelli þess liðs sem var ofar í riðlinum. Ef St. Francis klárar ekki NEC úrslitin þá fá þeir keppnisrétt í NIT-keppninni.



