spot_img
HomeFréttirÞrennuvaktin: Emil Barja með sína fyrstu í vetur

Þrennuvaktin: Emil Barja með sína fyrstu í vetur

Það hlaut að koma að því að Emil Barja hjá Haukum myndi skila inn sinni fyrstu þrennu í vetur. Emil var með 4 þrennur á síðustu leiktíð en fram að þessu aðeins verið einu sinni almennilega nálægt því að ná þrennu en það var í leik gegn KR 15. febrúar sl. þegar hann var með 12 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Tölfræði hans er þó ekki að lakari kantinum í vetur en hann er með 10,8 stig; 7,0 stoðsendingar og 6,4 fráköst í leik á þessari leiktíð. Emil ákvað að láta okkur ekki bíða mikið lengur heldur skilaði inn myndarlegri þrennu í kvöld: 11 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar. Vel gert.
Meistari meistaranna karla:
05/10/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
 
Dominosdeild karla:
28/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar – Sigur
06/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 18 stig, 13 fráköst og 17 stoðsendingar – Sigur
13/11/2014 – Tracy Smith, Skallagrímur – 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
14/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 16 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
12/12/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
15/01/2015 – Pavel Ermolinskij, KR – 24 stig, 18 fráköst og 14 stoðsendingar – Sigur
05/03/2015 – Emil Barja, Haukar – 11 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar – Sigur
 
1. deild karla:
07/11/2014 – Tobin Carberry, Höttur – 24 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
14/11/2014 – Nathen Garth, Breiðablik – 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
12/02/2015 – Jerry Lewis Hollis, Breiðablik – 36 stig, 12 fráköst og 10 stolnir boltar – Sigur
 
Dominosdeild kvenna:
15/10/2014 – Arielle Wideman, Breiðablik – 17 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
14/02/2015 – Hildur Sigurðardóttir, Snæfell – 11 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
 
Þrennukóngar, -drottningar ársins:
Pavel Ermolinskij, KR – 5
Arielle Wideman, Breiðablik – 1
Tobin Carberry, Höttur – 1
Tracy Smith, Skallagrímur – 1
Nathen Garth, Breiðablik – 1
Jerry Lewis Hollis, Breiðablik – 1
Hildur Sigurðardóttir, Snæfell – 1
Emil Barja, Haukar – 1
Fréttir
- Auglýsing -