Kristófer Acox og félagar í Furman komust í nótt áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar í Southern Conference keppninni í bandaríska háskólaboltanum. Furman lagði The Citadel 73-56 þar sem Kristófer Acox gerði 6 stig og tók 6 fráköst á 28 mínútum en Stephen Croone skoraði 27 stig í liði Furman.
Þetta þýðir að Furman verður aftur á ferðinni í nótt þegar liðið mætir Chattanooga í 8-liða úrslitum SoCon riðilsins. Viðureign liðanna hefst kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 23 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur í beinni á ESPN3 sjónvarpsstöðinni.



