spot_img
HomeFréttir"Var hann svona stór?!"

“Var hann svona stór?!”

Körfuknattleiksdeild ÍR veitti Eiríki Önundarsyni þann mikla og verðskuldaða heiður að hengja treyjunúmer hans, #14 upp á vesturvegg í Seljaskóla vorið 2012 en þá lagði kallinn skóna á hilluna frægu.
Flaggið sem táknar treyjunúmer Eiríks er í laginu eins og liðstreyja ÍR en töluvert stærri en venjuleg treyja – og hafa sumir látið blekkjast af því.
Eftirfarandi samtal heyrðist á áhorfendapöllum Seljaskóla í vetur:
“Hver var þessi Eiríkur?”
– “Veistu ekki hver Eiríkur Önundarson er? Einn allra besti ÍR-ingur sem uppi hefur verið?!”
“Já, hann….. en var hann svona stór?
Samtalið hefur verið örlítið fært í stílinn en innihaldið er rétt. Eiríkur var kannski ekki 3 metrar og 250 kg eins og treyjan sem hangir á vegg Hellisins gefur til kynna. Hann var rétt 185 cm og 80 kg, rennblautur og með skólatösku. Hann hins vegar spilaði alltaf eins og risi og heljarmenni. Engin áskorun var honum ómöguleg og enginn leikur var ósigrandi.
Það er því við hæfi að treyjan sem hengd hefur verið upp í Hertz hellinum, honum til heiðurs, gefi til kynna hve stórhuga og takmarkalaus leikmaður hann var á hátindi ferilsins.
Já, hann var svona stór.
Fréttir
- Auglýsing -