spot_img
HomeFréttirGunnar og félagar hársbreidd frá úrslitum NCAA

Gunnar og félagar hársbreidd frá úrslitum NCAA

 Gunnar Ólafsson og félagar hans í St Francis Brooklyn standa nú á barmi þess að komast í 64 liða úrslit NCAA keppninar en í kvöld sigruðu þeir St Francis háskólann frá Pennsilvaníu 62:48 og spila þá til úrslita gegn liði Robert Morris á þriðjudaginn kemur.  
 Sigur St. Francis í undanúrslitum NEC úrslitakeppninnar í kvöld gerir það að verkum að Gunnar Ólafsson og félagar eru aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni NCAA. Samkvæmt heimildamönnum Karfan.is þá hafa þrír aðrir íslenskir körfuknattleiksmenn komist í þessa stöðu. Árið 1992 þegar Falur Harðarson sem er móður bróðir Gunnars lék með Charleston Souhern komst lið hans í úrslitaleik í Big Southern Conference, en sá leikur tapaðist. Árið 2005 léku Jakob Örn Sigurðsson og Helgi Margeirsson með Birmingham-Southern, þá komst skóli hans í úrslitaleik Big Southern Conference en sá leikur tapaðist.
 
Sigur hjá St. Francis á heimavelli á þriðjudaginn á móti Robert Morris gefur liðinu sæti í úrslitakeppni NCAA og er það ágætis árangur.
 
Fréttir
- Auglýsing -