spot_img
HomeFréttirSigmundur: "Skyggni ekkert" á heiðinni

Sigmundur: “Skyggni ekkert” á heiðinni

Sigmundur Már Herbertsson, dómari og félagar hans Jón Bender og Davíð Tómasson lentu í kröppum dansi á Holtavörðuheiði á leið sinni til Sauðárkróks þar sem þeir áttu að dæma leik Tindastóls og Hauka.
 
Á miðri heiðinni varð “skyggni ekkert” og ekki sást út fyrir vélarhlífina á bílnum. Við að óku þeir út af og lentu þar í skafli þar sem þeir sátu fastir.
 
“Allir voru í góðu lagi,” sagði Sigmundur í spjalli við Karfan.is eftir leikinn. “Við hringdum í björgunarsveitina og það kom einhver snillingur og dró okkur upp.”
 
Þeim tókst að lokum að koma sér á Krókinn eftir hjálp frá björgunarsveitinni og þurfti því aðeins að seinka leik liðanna, sem Tindastóll sigraði með eftirminnilegum hætti.
 
Þeir félagar ætluðu sér ekki að vera þarna veðurtepptir í nótt og ætla að kanna Laxárdalsheiði á leiðinni til baka.
Fréttir
- Auglýsing -