spot_img
HomeFréttirFurman komnir í úrslit SoCon

Furman komnir í úrslit SoCon

Kristófer Acox og félagar í Furman Paladins gerðu sér lítið fyrir og unnu Mercer háskólann í undanúrslitum SoCon riðilúrslitakeppninnar. Mercer var í 3. sæti í riðlakeppninni en Furman í 10.
 
Sigurinn var óvæntur samkvæmt fréttum vestan hafs, en við vitum hvað býr í okkar mönnum og vitum að þeir eru til alls líklegir.
 
Furman fóru af velli í hálfleik 8 stigum undir, 23-31 en með ótrúlegum varnarleik snéru þeir leiknum við í seinni hálfleik. Furman héldu Mercer í 18% skotnýtingu í seinni hálfleik svo þeir náðu aldrei að sjá til sólar á síðustu 20 mínútum leiksins.
 
Kristó skoraði 12 stig í leiknum, þar af 3 mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Hann tók einnig 10 fráköst, þar af 7 í sókn! Enn ein tvennan hjá þessum magnaða dreng.
 
Furman hafa ekki sigrað SoCon keppnina síðan 1980 svo það er löngu kominn tími á þá að fara alla leið. Úrslitaleikurinn er í kvöld kl. 23:00, en andstæðingur þeirra er Wofford Terriers.  Furman tapaði báðum leikjum sínum gegn Wofford, sá fyrri fór 74-49 en Wofford rétt slapp svo með sigurinn í síðasta leik vetrarins í riðlakeppninni, 62-60 á heimavelli Furman. Furman hafa því harma að hefna og eiga tækifæri á því í kvöld.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -