spot_img
HomeFréttirFinnur: Óútskýranlegt andleysi í svona mikilvægum leik

Finnur: Óútskýranlegt andleysi í svona mikilvægum leik

Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms var ómyrkur í máli þegar Karfan.is náði tali af honum eftir leikinn gegn ÍR í gærkvöldi. Hann sagði það í raun ótrúlegt að lið í þessari stöðu sýni svona andleysi eins og þeir gerðu í leiknum.
 
Aðspurður hvort liðsmenn Skallagríms hafi ekki farið eftir því sem lagt var upp fyrir leikinn svaraði Finnur; “Lið sem fær á sig 16 sóknarfráköst í fyrri hálfleik þarf kraftaverk til þess að vinna leiki, nei að sjálfsögðu setti eg það ekki þannig upp.” 
 
Finnur ítrekaði að andleysið hafi bara verið algert, “eða þeir ekki nógu peppaðir í svona bikarleik ef svo má kalla og því fór sem fór.”
 
“Baddi og ÍR-ingarnir eiga hins vegar hrós skilið en þeir vildu þetta greinilega miklu meira en við.”
 
Fréttir
- Auglýsing -