Keflavíkurstúlkur fengu KR í heimsókn í kvöld í Dominosdeild kvenna í TM-höllinni. Keflavík enn að eltast við deildarmeistaratignina en KR stúlkur í 7. sæti deildarinnar og virðast sigla lignan sjó hér eftir í deildinni. Svo fór að Keflavík sigraði sanngjarnan sigur 85:77 gegn þó baráttuglöðu KR liði. Sem fyrr spila Keflavíkurstúlkur enn án Carmen Tyson Thomas.
KR stúlkur hófu leik betur þetta kvöldið og foru strax komnar í 0:5. Keflavíkurstúlkur voru hinsvegar ekki lengi að vakna til lífsins og leikurinn frekar jafn allt fram á síðustu mínútur fyrri hálfleiks þegar Keflavík tóku smá áhlaup og komust í 8 stiga forskot, 38:30 í hálfleik. Undir lok þriðja leikhluta sýnd KR stúlkur kraft og voru komnar yfir í stöðunni 50:51. En það varð síðasta forysta sem KR myndu sjá þetta kvöldið. Keflavík leiddi með einu stigi fyrir síðasta fjórðung. Það var lítið um varnartilburði í síðasta fjórðung leiksins og þá hinsvegar sóknarleikurinn í hávegum hafður. Liðin léku hratt og skoruðu grimmt en það voru Keflavíkurstúlkur sem skoruðu þar 30 stig gegn 24 frá KR og þar með var sigurinn kominn hjá heimastúlkum.
Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir Keflavík í þetta skiptið og skoraði 20 stig. Sandra Lind Þrastardóttir kom henni næst með 13 stig og 10 fráköst. Hjá KR var Björg Einarsdóttir í sérflokki með 27 stig.
Nýjustu fréttir úr herbúðum Keflavíkur eru þær að Carmen Tyson Thomas er byrjuð að æfa með liðinu og því styttist í endurkomu hennar á parketið. Vissulega góðar fréttir fyrir Keflavík.



