Tveir leikir verða háðir í 1.deild karla í dag. Hamarsmenn úr Hveragerði geta tilt sér uppí annað sætið með sigri á liði Þórs frá Akureyri og þá eru það Valsmenn sem myndu ná þriðja sætinu með sigri á liði KFÍ. Leikið verður í Hveragerði og að Hlíðarenda og hefjast báðir leikir kl 19:15 líkt og venjulega.
Í 1.deild kvenna mætast Stjörnustúlkur og FSu/Hrunamenn í Ásgarði og hefast leikur kl 19:30.



