Frank Aron Booker og Oklahoma Sooners eru úr leik í úrslitakeppni Big 12 riðilsins en þeir töpuðu í undanúrslitunum fyrir Iowa State skólanum, 67-65 eftir mjög jafnan leik. Sooners höfðu sigrað Oklahoma State í fjórðungsúrslitunum örugglega 64-49 og lentu því á móti Iowa State í undanúrslitunum sem hafði lent í öðru sæti riðilsins eftir veturinn.
Frank skoraði ekkert í leiknum en hann spilaði 14 mínútur, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta.
Ryan Spangler, leikmaður OU Sooners átti færi á að jafnaleikinn á lokasekúndum leiksins en hann brenndi af sniðskoti rétt fyrir lok leiks.
Draumur Sooners um að komast í lokakeppni NCAA eða “March Madness” eins og hún er kölluð, er samt ekki úti því enn á eftir að raða í hana, en það verður gert á sunnudaginn nk.



