spot_img
HomeFréttirAdvania tölfræðisamantektin mars 2015

Advania tölfræðisamantektin mars 2015

Advania hefur gengið til liðsvið Karfan.is og mun héðan í frá bjóða ykkur upp á alla umfjöllun sem tengist tölfræði.  Bjóðum Advania velkomið í ört vaxandi hóp samstarfsaðila Karfan.is og kynnum Advania tölfræðisamantektina fyrir Dominosdeild karla 2015. Í samantektinni er hægt að sjá alla helstu tölfræðiþætti liðanna og greiningar á þeim.
 
Deildarkeppninni í Dominosdeild karla er lokið og var einni helmingur hennar mun meira spennandi en sá fyrri. KR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni í Síkinu á Sauðárkróki. Ósigrandi heimavígi Tindastólsmanna, Síkið féll svo fyrir hendi Grindvíkinga. Haukar gáfu heldur betur í á lokasprettinum eftir mjög slaka byrjun á seinni helmingnum og tókst að ná 3. sætinu fyrir úrslitakeppnina. 
 
Á botni deildarinnar var einhver jafnasta og harðasta fallbarátta í manna minnum. Allt réðist þetta á einum leik í Seljaskóla en þá sendu ÍR-ingar Fjölni og Skallagrím niður í 1. deild.
 
Skjalið er hægt að sækja með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -