Magnús Þór Gunnarsson var fengin til að spá í komandi einvígi í úrslitakeppni karla og Magnús hefur verið þekktur fyrir allt annað en að fara ótroðnar slóðir og spá hans endurspeglar þar. Hér að neðan má sjá spádóma Magnúsar, ekki víst að margir setji pening á þetta en ef líkum lætur þá væri hægt að ná sér í háan stuðul á þennan spádóm á Lengjunni.
KR- Grindavík
Þetta verður skemmtilegasta einvígið i 8 liða eða jafnvel í allri úrslitakeppninni! Þessi lið eru bæði mjög sterk og með fullt af mönnum til að klára leiki.
Þetta verður skemmtilegasta einvígið i 8 liða eða jafnvel í allri úrslitakeppninni! Þessi lið eru bæði mjög sterk og með fullt af mönnum til að klára leiki.
KR-ingar eru auðvitað sigurstranglegri útaf öllu sem hefur gerst i vetur, en ef að Pavel er ekki 100% þá geta þeir verið i bobba. Grindavík eru með hörku lið lika, og kaninn buin að vera öflugur eftir áramót og Jón Axel einnig eftir að hann kom. En X-factor verður Óli Óla hann elskar mest að spila svona leiki og rífur Grindavvík með sér i 4 liða úrslit
KR – Grindavík 2-3
Tindastóll – Þór
Tindastóll er með gríðarlegan sterkan heimavöll og hörku gott lið. Eru með 3 (útlendinga) sem er allir mjög góðir ofaní unga gutta sem eru hörku góðir. En þeir eru reyndar að fara i fyrsta skipti i úrslitakeppni og það er allt annar leikur heldur en deildarkeppni. Það verður gaman að sjá hvernig þeir standa sig. Ég held að Darrel Lewis eigi eftir að draga vagninn fyrir Tindastól. Þór á litla möguleika hér finnst mér, þeir eru bara ekki með nógu breiðan hóp til að fara áfram þvi miður
Tindastóll – Þór 3:0
Haukar – Keflavík
Haukar hafa sýnt að þeir geta spilað og búnir að vinna fullt af leikjum en ég held að þeir séu sáttir með að hafa komist i úrslitakeppnina. Þeir eru upp og niður það verður þeim að falli. Keflavík eru með menn sem eru á síðustu metrunum en það eru menn sem hafa gert þetta milljón sinnum áður og vita hvað þarf að gera til að vinna. Keflavík er með betra lið en Haukar og vinna þetta. Gamli maðurinn Damon á eftir að fara fyrir sínu liði og ég ætla lika að tippa a góðvin minn hann Arnar Freyr að hann verður öflugur i þessu einvígi..
Haukar – Keflavík 1:3
Njarðvík – Stjarnan
Þetta einvígi verður lika geggjað! Njarðvík er með besta kanann i deildinni og hann á eftir að sýna enn meir held ég. Logi Gunnarsson veit lika hvernig á að vinna svona leiki og þeir standa saman og fara i gegnum Stjörnumenn. Stjarnan er með flott lið og eru búnir að sýna að þó að allir séu að segja að þeir séu búnir, þá eru þeir bikarmeistarar og verða að fagna honum bara aftur. Eg held að Justin muni eiga i erfiðleikum á móti Stefan. En reyndar er Justin óútreiknanlegur en eg hallast a Njarðvíkursigur.
Njarðvík – Stjarnan 3:0
Mynd: Magnús Þór Gunnarsson í leik með Njarðvíkingum hér um árið.



