Njarðvíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn fyrir 1.deild kvenna nýverið en í dag eftir leik þeirra gegn liði Þórs frá Akureyri fengu þær sigurlaunin veitt en það var Guðbjörg Norðfjörð og Rúnar Birgir Gíslason sem voru mætt fyrir hönd KKÍ að afhenda verðlaunin. Njarðvíkurliðið hefur gengið í gengum margt á leiktíðinni. Þær slógu meðal annars úr bikarkeppninni lið KR en urðu svo að segja skilið við erlendan leikmann sinn Nikitta Gartrell þar sem hún bar barn undir belti.
Liðið hefur hinsvegar verið nokkuð sannfærandi ef frá er talin leikur þeirra gegn KFÍ í gær þar sem þær töpuðu. Nú tekur við hjá þeim grænklæddu úrslitakeppni gegn annað hvort liði Stjörnunar eða liði KFÍ um hvaða lið fer upp í úrvalsdeild.
Andrea Ólafsdóttir hefur verið einn af drifkröftum liðsins í vetur og hefur verið með liðinu síðastliðin ár. Andrea féll úr úrvalsdeild með liðinu en ákvað þrátt fyrir boð frá úrvalsdeildarliðum að halda sig við Njarðvíkurliðið og hvers vegna má sjá í viðtalinu hér að neðan.
Mynd: Andrea með bróður sínum Þór Ólafssyni.



