spot_img
HomeFréttirSigrún og Höfrungarnir taka 1-0 forystu

Sigrún og Höfrungarnir taka 1-0 forystu

Úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki er hafin og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Höfrungarnir hafa tekið 1-0 forystu í 8-liða úrslitum gegn Mark Basket. Lokatölur í þessum fyrsta leik liðanna voru 47-41 Höfrungana í vil.
 
 
Sigrún gerði 7 stig í leiknum og tók 2 fráköst en stigahæst í liðinu var Malin Aasa með 15 stig og 4 stoðsendingar.
 
Lok lok og læs og allt í stáli hjá Höfrungunum í fjórða leikhluta var lykillinn að sigrinum í dag því gestirnir í Mark Basket gerðu aðeins fjögur stig í fjórða leikhluta!
 
Annar leikur liðanna fer fram þann 25. mars næstkomandi.
  
Fréttir
- Auglýsing -