Ragnar Gerald Albertsson er ungur körfuboltamaður sem hafði spilað með Keflavík allan sinn feril í yngri flokkum og nokkur ár í meistaraflokki áður en hann tók þá ákvörðun að flytjast austur á Egilsstaði til að spila með 1. deildarliði Hattar í vetur. Ragnar, sem er 22 ára, spilaði stórt hlutverk með liðinu og skoraði rúmlega 12 stig í leik í vetur auk þess að spila að meðaltali um 31 mínútu í hverjum leik. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild með því að vinna 1. deildina nokkuð örugglega og ákváðum við að slá á þráðinn til Ragnars og spyrja hann aðeins út í körfuna og lífið á Egilsstöðum.
Mynd/ Hveragerði Mynda-bær



