Stjarnan og KFÍ léku í dag hreinan úrslitaleik um hvort liðið myndi leika gegn Njarðvíkingum í úrslitum 1. deildar kvenna og að þessu sinni voru það Garðbæingar sem hrepptu hnossið með 74-64 sigri gegn Ísfirðingum.
Deildarkeppninni í 1. deild kvenna er enn ekki lokið en þó komið á fast að Njarðvík er sigurvegari deildarinnar og mun mæta Stjörnunni í úrslitum þó enn séu nokkrir leikir eftir. Leikur dagsins var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fengi að spila við Njarðvík um sætið í úrvalsdeild.
Garðbæingar tóku forystuna snemma í dag en í síðari hálfleik létu Ísfirðingar til sín taka og náðu forystunni. Ís Garðbæinga brotnaði þó ekki meir en það að Stjörnukonur tóku forystuna að nýju og kláruðu af öryggi. Á lokaspretti leiksins kom Sara Diljá Sigurðardóttir inn með sterka ripsu fyrir Garðbæinga en hún skellti niður fjórum þristum í dag og lauk leik með 16 stig og 3 fráköst.
Bryndís Hanna Hreinsdóttir átti flottan dag í liði Garðbæinga með 26 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar en hjá KFÍ var Labrenthia Murdock Pearson með 23 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.
Mynd/ Karl West



