spot_img
HomeFréttirMatthías kveður: Kominn á mála hjá CSU

Matthías kveður: Kominn á mála hjá CSU

ÍR-ingar mega nú sjá á eftir Matthíasi Orra Sigurðarsyni út til Bandaríkjanna í nám en þessi öflugi leikstjórnandi hefur verið einn af burðarásum ÍR síðustu tvö leiktímabil.
 
 
Matthías verður á næstu leiktíð á mála hjá Columbus State University á skólastyrk en liðið leikur í 2. deild bandaríska háskólaboltans en Matthías og unnusta hans Hugrún Elvarsdóttir munu þá bæði stunda nám við skólann en Hugrún verður þar á knattspyrnustyrk.
 
ÍR-ingar þurfa því að fylla ansi myndarlegt skarð fyrir næstu leiktíð þar sem Matthías var með 19,2 stig, 5,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili.
  
Fréttir
- Auglýsing -