Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Þór Þorlákshöfn tekur á móti Tindastól í Icelandic Glacial Höllinni og verður leikurinn í beinni á Tindastóll TV. Stólarnir leiða einvígið 1-0.
Þá tekur Keflavík á móti Haukum í ™-Höllinni en Keflvíkingar leiða einvígið 0-1 eftir sigur í Schenkerhöllinni í fyrsta leik. Bæði lið eiga það sammerkt að hafa verið sópað út úr síðstu úrslitakeppni og ætla sér þetta árið áfram í undanúrslit!
Leikir kvöldsins í 8-liða úrslitum, 19:15
Þór Þorlákshöfn – Tindastóll
Keflavík – Haukar
Mynd/ Hjalti Árna – Tómas Heiðar og Þórsarar taka á móti Tindastól í kvöld.
.jpg)



