spot_img
HomeFréttir27 ár síðan Haukar unnu í úrslitakeppninni í Keflavík

27 ár síðan Haukar unnu í úrslitakeppninni í Keflavík

Haukar valsa inn í TM-Höllina í Keflavík í kvöld og freista þess ekki aðeins að jafna einvígi liðanna í 8-liða úrslitum heldur einnig að gera það sem þeim hefur ekki tekist síðan árið 1988 en það er að vinna leik í úrslitakeppninni á heimavelli Keflavíkur!
 
 
Árið 1988 urðu Haukar Íslandsmeistarar og unnu þá Keflavík í oddaleik úti í Keflavík í undanúrslitum. Lokatölur í leiknum 1988 voru 79-81 Hauka í vil sem héldu svo áfram inn í úrslit, lögðu Njarðvík og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum.
 
Sagan segir því að Hafnfirðingar eigi strembið verkefni fyrir höndum því þeir glutruðu frá sér heimavallarréttinum kæra í fyrsta leik þar sem blóði drifinn skoltur Keflavíkur náði 0-1 forystu. Afskriftir ýmissa sérfræðinga hafa vafalítið haft sitt að segja þar enda fáir sem kunna betur við körfuboltalegar afskriftir en Keflvíkingar. Ná Haukar að brjóta á bak aftur 27 ára eyðimerkurgöngu í kvöld og jafna einvígið? Best að mæta bara í ™-Höllina og komast að því!
  
Mynd/ Axel Finnur – Haukur Óskarsson og Hafnfirðingar eru 0-1 undir gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar.
Fréttir
- Auglýsing -