Helgi Jónas Guðfinnsson fyrrum þjálfari Keflvíkinga var fengin til að tippa á leik kvöldsins þegar Keflavík mætir Haukum í öðrum leik liðanna. Heimasíða Keflavíkur heyrði í kappanum þar sem hann sagðist halda að leikurinn yrði álíka jafn og sá fyrsti. Helgi segir Keflvíkingar þurfa að hafa góðar gætur á Alex Francis og að Keflvíkingar þurfi að fá meira framlag frá Damon Johnson og Guðmundi Jónssyni og þá sérstaklega sóknarlega. Viðtalið er hægt að lesa hér.



