Ef þið viljið reynslu þá viljið þið Marel. Það á enginn fleiri úrvalsdeildarleiki en kappinn og hann slúttaði ferlinum í ranni Hauka. Karfan.is fékk Marel til að kíkja á viðureign kvöldsins en þá mætast Keflavík og Haukar í öðrum leik sínum í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla en Keflavík leiðir einvígið 0-1.
Spái mínum mönnum í Haukum sigri í kvöld. Þeir verða búnir að hrista af sér hrollinn frá síðasta leik og mæta í vígahug í kvöld. Geri þó ráð fyrir að þetta verði jafn leikur, en Haukarnir skrefinu á undan líkt og í síðasta leik, nema klári það til enda að þessu sinni.
Vörnin var að mestu leyti í lagi í síðsta leik þó það megi alltaf finna einhver atriði sem megi bæta. Geri ekki ráð fyrir miklum breytingum þar, Haukarnir “matcha” vel á móti Keflavík hvað varnarleikinn varðar.
Í sókninni lentu Haukarnir í vandræðum á móti svæðisvörninni sem Keflavík beitti. En ég á ekki von á að það verði vandmál í kvöld, ef ég þekki Ívar rétt þá er hann búinn að finna svör við því.
Haukarnir þurfa að vera áræðnir og ekki sætta sig við að taka mikið af langskotum. Styrkleki Keflvíkinga er ekki undir körfunni (fæ örugglega finna fyrir því hjá mági mínum honum Davíð í næsta fjölskylduhittingi), sem að Haukarnir þurfa að nýta sér. Þetta á bæði við varðandi Francis sem er ölfugur undir körfunni, sem og fyrir aðra leikmenn að sækja meira á körfuna.



