Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominosdeildarinnar. Haukum tókst ekki að rjúfa bölvunina og enn verður bið á sigri þeirra í Keflavík í úrslitakeppninni. Keflavík sigraði 84-82 eftir magnaðan endasprett. Keflavík er því með pálmann í höndunum eftir leikinn og 2-0 forystu í seríunni. Suður með sjó fór fram annar leikur Þórs Þorlákshafnar og Tindastóls en sá leikur var ekki alveg jafnspennandi og endaði með öruggum sigri Tindastóls 85-96. Tindastóll er því kominn með annan fótinn í undanúrslitin með örugga 2-0 forystu á heimleið til Sauðárkróks.
Úrvalsdeild karla, Úrslitakeppni
Þór Þ.-Tindastóll 85-96 (18-18, 15-28, 29-29, 23-21)
Þór Þ.: Darrin Govens 25/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Nemanja Sovic 7, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 1, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0.
Tindastóll: Myron Dempsey 28/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 15, Darrel Keith Lewis 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Svavar Atli Birgisson 5, Darrell Flake 2, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson
Viðureign: 0-2
Keflavík-Haukar 84-82 (16-14, 19-28, 20-15, 29-25)
Keflavík: Davon Usher 32/7 fráköst, Damon Johnson 17/8 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 3, Gunnar Einarsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Valur Orri Valsson 2, Tryggvi Ólafsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.
Haukar: Emil Barja 20/13 fráköst, Kári Jónsson 18/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alex Francis 16/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8, Helgi Björn Einarsson 7, Kristinn Marinósson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 3, Hjálmar Stefánsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson
Viðureign: 2-0



