spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Myron Dempsey

Lykil-maður leiksins: Myron Dempsey

Karfan.is hefur valið Myron Dempsey sem Lykil-mann leiksins í Þorlákshöfn í kvöld. Dempsey gerði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Stólanna í kvöld í 85-96 sigri gegn Þór.
 
 
Nýtingin hjá kappanum var heldur ekki af verri endanum, 7-10 í teig, 3-5 í þristum og 5-6 á vítalínunni og þá stal kappinn einnig 3 boltum.
 
Valið var ekki auðvelt þrátt fyrir flottar tölur hjá Dempsey en við getum ekki annað en minnst á þátt Helga Freys Margeirssonar sem kynti vel undir Tindastólsmönnum með rosalegu innslagi í öðrum leikhluta en Helgi lauk leik með 15 stig og 2 fráköst.
 
Staðan í einvíginu:
Tindastóll 2-0 Þór Þorlákshöfn
Fréttir
- Auglýsing -