spot_img
HomeFréttirHelena og stöllur eiga erfitt verkefni framundan

Helena og stöllur eiga erfitt verkefni framundan

 Helena Sverrisdóttir og stöllur í Polkowice standa nú frammi fyrir því að leika gegn liði Wisla Krakáw sem eru ósigraðar í allan vetur. Liðið er að sögn Helenu gríðarlega sterkt. “Já þær eru með gríðarlega sterkan hóp, marga útlendinga þar af fjórar sem spila í WNBA og síðan sterka Pólverja. Þetta verður gríðarlega erfitt og við vitum að til að eiga séns gegn þeim þurfum við að eiga toppleik og ná að loka á þeirra styrkleika. En serían byrjar ekki fyrr en 1 apríl þannig við höfum góðan tíma til að undirbúa okkur og vonandi getum við staðið eitthvað í þeim, þó svo að fyrirfram er vitað að það verður mjög erfitt að sigra þær í best of 5 seríu.” sagði Helena í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu
 
Það styttist vissulega í annan endan hjá henni þarna ytra og það var því ekkert í fyrirstöðu að spyrja hvað tæki við hjá henni í sumar? 
 
“Í sumar er auðvitað nóg að gera hjá landsliðinu fyrst eru það Smáþjóðaleikar og síðan förum við með stelpurnar mínar í U15 til Köben. Þannig að þetta verður enn eitt sumarið fullt af körfu og vonandi eitthvað um ferðalög líka. Það er óvíst með hvort ég haldi einhver sumarnámskeið en ég verð vonandi að þjálfa eitthvað meira þá í staðin en þetta á eftir að koma í ljós.” sagði Helena að lokum
 
Samningur Helenu við Polkowice var til eins árs og því óvíst hvar hún spili á næsta ári. ” Nú eftir tímabilið fer umbinn minn bara í það að leita og hver veit hvar ég enda næst.  Ég loka ekki á það að vera hér áfram. Þetta er fínn klúbbur og ég er ánægð með flesta hluti en þetta kemur bara í ljós. Ég einbeiti mér að verkefninu sem er fyrir hendi núna og svo kíki ég á framhaldið.” sagði Helena að lokum. 
Fréttir
- Auglýsing -