Valsarinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir meiddist á hné í leik gegn Breiðabliki á dögunum.
“Það er smá vökvi í hnénu,” sagði Ragna Margrét í samtali við Karfan.is en hún segir greininguna vera á reiki. “Það er mjög óljóst hvað er að eða hvort það sé eitthvað að.”
Ekkert er komið á hreint með hvort slit hafi orðið á liðböndum eða liðþófa, en Ragna Margrét er þó bjartsýn á að geta spilað á móti Keflavík annað kvöld enda mjög mikilvægur leikur fyrir Val.
“Það kemur bara í ljós og fer eftir því hvort fóturinn verði góður við mig og leyfi mér að spila,” bætti Ragna Margrét við.



