spot_img
HomeFréttirSigurður og Solna í sumarfrí

Sigurður og Solna í sumarfrí

Fyrsta atvinnumannatímabilinu hjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni á erlendri grundu er lokið. Solna Vikings eru úr leik eftir 3-1 ósigur gegn Boras Basket í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar.
 
 
Liðin áttust við í kvöld þar sem Boras fór með 96-84 sigur af hólmi í fjórðu viðureign liðanna. Sigurður Gunnar gerði 9 stig í leiknum, tók 8 fráköst og var með 3 stoðsendingar í leiknum.
 
Tímabilið hjá Sigurði taldi 9 stig, 5,5 fráköst og 1,7 stoðsendingu að meðaltali í leik með 12,6 í framlag að jafnaði.
  
Fréttir
- Auglýsing -