Svona fimmtudagar eru alveg klassískir „valkvíða“-dagar. Fjórir spennandi leikir á boðstólunum og tveir þeirra í úrslitakeppni Domino´s-deildar karla og tveir í úrslitakeppni 1. deildar karla sem hefur göngu sína í kvöld. Grindvíkingar eiga það á hættu að vera sópað í sumarfrí þegar þeir mæta í DHL-Höllina í kvöld og fólk ætti að vera snemma á ferðinni í Ljónagryfjunni þegar Njarðvík og Stjarnan mætast í sínum þriðja slag, það verður fullt!
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla – 19:15
KR – Grindavík (KR leiðir einvígið 2-0)
Njarðvík – Stjarnan (Staðan er 1-1 í einvíginu)
Ef KR vinnur í kvöld sópa þeir Grindavík út í sumarfrí en ef Grindavík tekst að landa sigri verður fjórði leikur liðanna í Röstinni næsta sunnudag. Stjarnan jafnaði einvígið gegn Njarðvík í síðasta leik og þar voru Garðbæingar án Ágústar Angantýssonar en á dögunum kvaðst Hrafn þjálfari vonast til að Ágúst gæti verið með í kvöld.
Leikir kvöldsins í 1. deild karla – 19:15
Hamar – ÍA
FSu – Valur
Hamar og FSu hafa heimaleikjaréttinn í sínum seríum en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit deildarinnar og leika þar um laust sæti til að fara með Hetti upp í Domino´s deildina á næstu leiktíð.
Mynd/ Davíð Eldur
.jpg)



