spot_img
HomeFréttirNorðmenn með nýjungar í úrslitakeppninni

Norðmenn með nýjungar í úrslitakeppninni

Úrslitakeppninni í norska boltanum lauk um helgina þar sem Asker Aliens varð norskur meistari. Norðmenn breyttu til þetta árið og var úrslitakeppni í karladeildinni leikin í sömu höllinni laugardag og sunnudag. Undanúrslit á laugarag og úrslit á sunnudag. 
 
Á sama tíma, í sömu höll léku konurnar sína úrslitakeppni en þær hófu leik á föstudag og spiluðu þá 8 liða úrslit. Sem fyrr segir varð Asker Aliens meistari karlamegin eftir sigur á Bærum
81-75 en þessi lið urðu númer 3 og 4 í deildarkeppninni. Anders Stien var stigahæstur Asker með 26 stig en Flavien Davis skoraði mest Bærum manna, 24 stig.
 
Í kvennakeppninni var Ullern sigur úr býtum en þær voru jafnframt deildarmeistarar. Í úrslitaleiknum mættu þær Ulrien og fóru leikar 75-49. Mia Henriksen skoraði 20 stig fyrir Ullern en Berna Ramos 12 fyrir Ulrien. Norðmenn sendu beint frá leikjunum á netinu og hér er hægt að nálgast upptökur af þeim.
  
Fréttir
- Auglýsing -