Fimm ár eru liðin síðan Grindavík var síðast sópað út úr úrslitakeppninni. Síðustu ár hafa borið góða ávexti í Röstinni en nú eru gulir með bakið upp við vegg og eiga að mæta 2-0 undir gegn KR í DHL-Höllina í kvöld. Síðast var Grindavík sópað út úr úrslitakeppninni árið 2010 þegar liðið mætti Snæfell í 8-liða úrslitum en Snæfell hélt svo áfram og varð Íslandsmeistari.
Það sem er kannski öðruvísi núna er að á síðustu leiktíð hófst sú regla að vinna þarf þrjá leiki í 8-liða úrslitum svo þegar Grindavík féll síðast úr þeim 2010 þá töpuðu þeir bara tveimur leikjum. Eru gulir á leið í sumarfrí eða tekst þeim að færa einvígið aftur yfir í Röstina?
Árangur Grindavíkur í úrslitakeppninni frá 2010:
2014:
Grindavík silfurlið Íslandsmótsins, töpuðu 3-1 fyrir KR í úrslitum.
2013:
Grindavík Íslandsmeistari, 3-2 sigur gegn Stjörnunni
2012:
Grindavík Íslandsmeistari, 3-1 sigur gegn Þór Þorlákshöfn
2011:
Grindavík úr leik í 8-liða úrslitum, 1-2 tap gegn Stjörnunni
2010:
Grindavík úr leik í 8-liða úrslitum, 0-2 tap gegn Snæfell
Mynd/ Bára Dröfn



