spot_img
HomeFréttirLykilmaður-leiksins: Michael Craion

Lykilmaður-leiksins: Michael Craion

Þær voru ekki amalegar tölurnar sem Michael Craion sportaði í kvöld í sigri KR á Grindavík. Craion setti 38 stig, tók 12 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal einum bolta og við á Karfan.is útnefnum hann Lykil-mann leiksins fyrir vikið. Þetta gerði kappinn og það með flensu!
 
 
Kappinn var 55% í teignum og 6-8 á vítalínunni með framlag upp á 42 sem er það langmesta hjá honum í allri seríunni en í leik eitt var hann með 25 og svo 14 í leik tvö. Ef Keflavík klárar svo seríuna gegn Haukum annað kvöld mun Craion mæta sínum gömlu félögum í undanúrslitum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -