Tindastólsmenn virtust ekki vera í teljandi vandræðum með að slá út lið Þór frá Þorlákshöfn í kvöld og sigruðu að lokum með 88 stigum gegn 76 stigum gestana. Stigahæstur þeirra heimamanna var Myron Dempsey með 26 stig og 10 fráköst og næstur honum var Darrel Lewis með 15 stig. Hjá Þór var Darrin Govens með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Tindastóll sigraði rimmuna því þrjú núll og Þórsurum sópað í sumarfríið.




