Keflavík, Snæfell og Valur skiluðu í dag sigrum í sínum leikjum og síðastnefnda liðið þeim mikilvægasta. Valskonur þurftu sigur gegn Haukum í dag til að eygja möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Valskonur svöruðu því kalli með sigri, 81:68 og koma því til með að spila á miðvikudag kemur úrslitaleik gegn Grindavík í Grindavík um síðasta sætið í úrslitakeppni kvenna. Grindavíkurstúlkur annan leikinn í röð að spila illa og biðu afhroð í Keflavík þar sem heimastúlkurnar fengu loks að hefna fyrir bikarúrslitaleikinn.
Snæfell fengu Hamar í heimsókn og höfðu ekki mikið fyrir því að leggja blómastúlkurnar, 88:53.



