spot_img
HomeFréttirÚrslit: Risavaxinn sigur hjá Blikum

Úrslit: Risavaxinn sigur hjá Blikum

Breiðablik var rétt í þessu að vinna afar mikilvægan sigur á KR í Domino´s deild kvenna. Blikar höfðu 68-74 útisigur í DHL-Höllinni og náðu þar með 2-2 stöðu í einvígi liðanna í deildarkeppninni og Blikar með +7 stigatölu í leikjunum og eiga því innbyrðisviðureignina. Það er engu að síður brekka framundan því Blikar mæta deildarmeisturum Snæfells í lokaumferðinni.
 
 
Blikum dugir ekkert annað en sigur í gegn Snæfell því aðeins þannig geta Blikar átt séns á því að jafna KR að stigum, að því gefnu að KR tapi í lokaumferðinni gegn Haukum þann 1. apríl.
 
Tölfræði leiksins
 
Mynd úr safni/ Bára Dröfn: Arielle hjó ansi nærri þrennunni í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -